Næturvals

Man ég milda nótt
er máni skein og allt var hljótt
leit ég ástin mín
ljúfu augun þín
Man ég mína þrá
á meðan hvíldi ég þér hjá
myrkrið var sem höfugt vín

Nótt sem leyndi okkar stund
og nærði ástarfund
á örskotsstundu leið sitt skeið
Nótt sem dúnn var dimma þín
óf máni silfurlín
á sinni himinleið

Haust nú gengur hjá
er horfinn burt þú ert mér frá
mega andar tveir
unnast aldrei meir
Kvelur spurningin
ó, hví ei framar vinur minn
fæ að líta svipinn þinn

 

Lag: Ágúst Pétursson (Metúsalem)
Texti: Hörður Sigurðarson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *