Kristallar

82958520_ca5854844d_zDapurlegt og dimmt er hér flest
dagur stuttur, birta nein sést
Brunakaldur veturinn bítur
Sortuhiminn sígur á
sinnið pínir veröld svo grá
Sólin handan sjóndeildar hrýtur

Þá sé ég hvar svífa til mín
sindrandi kristallar mjúkir sem lín
sú birta í augunum skín
og sortann upp lýsir og leiðir mig veginn til þín

Undarlegt hve allt breytir svip
Eymd og myrkur losa sitt grip
Vetrarundur hvert sem við lítum
Veröldin svo björt og svo ný
eymd og doði fyrir bí
saman fögnum heiminum hvítum

Ég sé hvaðan svífa til mín
úr sortanum snjókornin gitrandi fín
Svo hýrnar í heimi af þeim
sem kveikt sé á lampa þau lýsa upp leiðina heim

 

Lag: Sváfnir Sigurðarson
Texti: Hörður Sigurðarson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *