Líkt og engill gangi hjá (Like an angel walking through the room)

Like an angel passing through the roomDofnar birta, dansa fer
drungalegur skuggaher
Ein ég sit við aftanroðans glóð
Eldurinn mér færir frið
verma glæður andlitið
ein við daufan arineld
heimur lagstur undir feld
Yfir hellist minninganna flóð,
fer á stjá
svipur, líkt og engill gangi hjá

Milli svefns og vökunnar
vakna gleymdar minningar
tíminn leysist upp á örskotsstund
gleypir núið fortíðin
blekkir tíminn huga minn
Glæður deyja eftir hik
líkt og ástaraugnablik
Kemur minning aftur á minn fund,
fer á stjá
svipur, líkt og engill gangi hjá

Loka augunum
aftanroðans andar líða um
Fer á stjá
svipur, líkt og engill gangi hjá

Lag: Benny Anderson & Björn Ulvaeus
Þýð: Hörður Sigurðarson

Sheetmusic
ABBA version

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *