Draumaland í norðri (Across the borderline)

Across the borderlineDraumalands í norðri sögð
eru strætin gulli lögð
og þangað beina hraktir sinni för
En ef hans tími kominn er
glatað öllu maður hver
getur þegar ýtir fleyi sínu’ úr vör

Er drauma þinna birtist paradís
hún klettótt er og þakin ís
en þegar er of seint að snúa við
Falað hefur ferjumaður kaup
er flýja kvaldir byssuhlaup
og eygja geta’ í fjarska frjálsræðið

Svo langt sem augað eygja má
eru á ströndu fótspor smá
hvert eitt geymir gátu en ekkert svar
í bylgjunum sem brotna’ á strönd
bíður þögul dauðans hönd
tekur hvert það líf er finnur ekki var

Fellur drunganóttin dimm
dæmir okkur sagan grimm
hvort réttum yfir hafið hjálparhönd
Hvort við lífsins linum neyð
Leiðum hrakta rétta leið
hvort loga vitar hér á draumalandsins strönd

Er drauma þinna birtist paradís
hún klettótt er og þakin ís
en þegar er of seint að snúa við
Falað hefur ferjumaður kaup
er flýja kvaldir byssuhlaup
og eygja geta’ í fjarska frjálsræðið

Lag: Jim Dickinson, John Hiatt, Ry Cooder
Þýð: Hörður Sigurðarson

Odd Nordstoga – Landet imot nord

Ry Cooder

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *