Category Archives: Söngtextar

Næturvals

Man ég milda nótt
er máni skein og allt var hljótt
leit ég ástin mín
ljúfu augun þín
Man ég mína þrá
á meðan hvíldi ég þér hjá
myrkrið var sem höfugt vín

Nótt sem leyndi okkar stund
og nærði ástarfund
á örskotsstundu leið sitt skeið
Nótt sem dúnn var dimma þín
óf máni silfurlín
á sinni himinleið

Haust nú gengur hjá
er horfinn burt þú ert mér frá
mega andar tveir
unnast aldrei meir
Kvelur spurningin
ó, hví ei framar vinur minn
fæ að líta svipinn þinn

 

Lag: Ágúst Pétursson (Metúsalem)
Texti: Hörður Sigurðarson

Kristallar

82958520_ca5854844d_zDapurlegt og dimmt er hér flest
dagur stuttur, birta nein sést
Brunakaldur veturinn bítur
Sortuhiminn sígur á
sinnið pínir veröld svo grá
Sólin handan sjóndeildar hrýtur

Þá sé ég hvar svífa til mín
sindrandi kristallar mjúkir sem lín
sú birta í augunum skín
og sortann upp lýsir og leiðir mig veginn til þín

Undarlegt hve allt breytir svip
Eymd og myrkur losa sitt grip
Vetrarundur hvert sem við lítum
Veröldin svo björt og svo ný
eymd og doði fyrir bí
saman fögnum heiminum hvítum

Ég sé hvaðan svífa til mín
úr sortanum snjókornin gitrandi fín
Svo hýrnar í heimi af þeim
sem kveikt sé á lampa þau lýsa upp leiðina heim

 

Lag: Sváfnir Sigurðarson
Texti: Hörður Sigurðarson