Category Archives: Þýðingar

Bros (Smile e. Charlie Chaplin)

Chaplin brosirBros, þó að falli tárin
bros, getur læknað sárin
Skuggarnir hverfa á braut,
sorg og þraut
Ef þú brosir um dimmar
nætur
vittu að sólin lætur
sjá sig, er dagur rís á ný,
svo hlý.

Láttu þín augu ljóma
gleðinnar söng lát hljóma
þó sorgarher stundum sæki að þér
Sorg og tár
eru lífsins gáta
en hví að vera’ að gráta
á lífinu færðu aftur trú
ef brosir þú
Sorg og tár
eru lífsins gáta
en hví að vera’ að gráta
á lífi færðu aftur trú
ef brosir þú.

(Smile e. Charlie Chaplin)
Þýðing: Hörður Sigurðarson © 1996
Smile, though your heart is aching
smile, even though it´s breaking
and there are clouds in the sky
you´ll get by
If you smile through your fear and sorrow
smile, and maybe tomorrow
you´ll see the sun come shining through
for you.
Light up your face with gladness
hide every trace of sadness
although a tear maybe ever so near
that´s the time
you must keep on trying
smile, what´s the use in crying
you´ll find life is still worth while
if you just smile
that´s the time
you must keep on trying
smile, what´s the use in crying
you´ll find life is still worth while
if you just smile.

Líkt og engill gangi hjá (Like an angel walking through the room)

Like an angel passing through the roomDofnar birta, dansa fer
drungalegur skuggaher
Ein ég sit við aftanroðans glóð
Eldurinn mér færir frið
verma glæður andlitið
ein við daufan arineld
heimur lagstur undir feld
Yfir hellist minninganna flóð,
fer á stjá
svipur, líkt og engill gangi hjá

Milli svefns og vökunnar
vakna gleymdar minningar
tíminn leysist upp á örskotsstund
gleypir núið fortíðin
blekkir tíminn huga minn
Glæður deyja eftir hik
líkt og ástaraugnablik
Kemur minning aftur á minn fund,
fer á stjá
svipur, líkt og engill gangi hjá

Loka augunum
aftanroðans andar líða um
Fer á stjá
svipur, líkt og engill gangi hjá

Lag: Benny Anderson & Björn Ulvaeus
Þýð: Hörður Sigurðarson

Sheetmusic
ABBA version

Draumaland í norðri (Across the borderline)

Across the borderlineDraumalands í norðri sögð
eru strætin gulli lögð
og þangað beina hraktir sinni för
En ef hans tími kominn er
glatað öllu maður hver
getur þegar ýtir fleyi sínu’ úr vör

Er drauma þinna birtist paradís
hún klettótt er og þakin ís
en þegar er of seint að snúa við
Falað hefur ferjumaður kaup
er flýja kvaldir byssuhlaup
og eygja geta’ í fjarska frjálsræðið

Svo langt sem augað eygja má
eru á ströndu fótspor smá
hvert eitt geymir gátu en ekkert svar
í bylgjunum sem brotna’ á strönd
bíður þögul dauðans hönd
tekur hvert það líf er finnur ekki var

Fellur drunganóttin dimm
dæmir okkur sagan grimm
hvort réttum yfir hafið hjálparhönd
Hvort við lífsins linum neyð
Leiðum hrakta rétta leið
hvort loga vitar hér á draumalandsins strönd

Er drauma þinna birtist paradís
hún klettótt er og þakin ís
en þegar er of seint að snúa við
Falað hefur ferjumaður kaup
er flýja kvaldir byssuhlaup
og eygja geta’ í fjarska frjálsræðið

Lag: Jim Dickinson, John Hiatt, Ry Cooder
Þýð: Hörður Sigurðarson

Odd Nordstoga – Landet imot nord

Ry Cooder